Li Yanfeng fagnaði sigri í kringlukasti kvenna á HM í frjálsíþróttum í Suður-Kóreu í morgun. Kastaði hún 66,52 metra en var samt rúmum metra frá sínu besta.
Nadine Müller frá Þýskalandi varð önnur með kast upp á 65,97 metra en Yarelys Barrios frá Kúbu þriðja á 65,73 metra. Var það hennar besta kast á árinu.
Yanfeng náði sigurkastinu strax í annarri umferð og hélt forystunni allt til loka.
Heimsmetið í greininni er 76,80 metrar og hefur staðið síðan 1988. Gabriele Reinsch frá Austur-Þýsklandi setti metið, þá 25 ára gömul.
Kínverji kastaði lengst
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
