Sögulegt tap Colts í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2011 13:30 Peyton Manning trúði vart eigin augum í gær. Nordic Photos / Getty Images Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Ekkert lið hefur skorað meira í einum og sama leiknum síðan að AFL og NFL-deildirnar voru sameinaðar árið 1970 en Saints í gær. Leikmenn Colts voru skelfilega mistækir allan leikinn og fyrir það refsaði New Orleans grimmilega. Colts hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu til þessa og saknar greinilega leikstjórandans Peyton Manning mikið. Manning hefur verið frá vegna meiðsla á hálsi allt tímabilið og var á meðal áhorfenda í gær. Með tapinu er ljóst að Colts mun ekki komast í tíu sigurleiki á þessari leiktíð og er það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist. En þar sem liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum er viðbúið að þetta verði eitt allra versta tímabil í sögu félagsins. Meðal annarra úrslita má nefna sigur Denver Broncos á Miami Dolphins, 18-15, í framlengdum leik þar sem að Tim Tebow, leikstjórnandi Broncos, fór á kostum í lok venjulegs lektíma. Hann bjó til tvö snertimörk á síðustu þremur mínútunum sem tryggði Denver framlengingu. Denver skoraði ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Matt Prater tryggði svo liðinu sigur í framlengingu með 52 jarda vallarmarki. Þá vann Chicago sigur á Tampa Bay, 24-18, í leik sem fór fram á Wembley-leikvanginum um helgina. Matt Forte hljóp 145 jarda í leiknum og skoraði eitt snertimark. Green Bay Packers vann svo sjöunda leikinn sinn í röð er liðið mætti Minnesota Vikings og vann sex stiga sigur, 33-27. NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Ekkert lið hefur skorað meira í einum og sama leiknum síðan að AFL og NFL-deildirnar voru sameinaðar árið 1970 en Saints í gær. Leikmenn Colts voru skelfilega mistækir allan leikinn og fyrir það refsaði New Orleans grimmilega. Colts hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu til þessa og saknar greinilega leikstjórandans Peyton Manning mikið. Manning hefur verið frá vegna meiðsla á hálsi allt tímabilið og var á meðal áhorfenda í gær. Með tapinu er ljóst að Colts mun ekki komast í tíu sigurleiki á þessari leiktíð og er það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist. En þar sem liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum er viðbúið að þetta verði eitt allra versta tímabil í sögu félagsins. Meðal annarra úrslita má nefna sigur Denver Broncos á Miami Dolphins, 18-15, í framlengdum leik þar sem að Tim Tebow, leikstjórnandi Broncos, fór á kostum í lok venjulegs lektíma. Hann bjó til tvö snertimörk á síðustu þremur mínútunum sem tryggði Denver framlengingu. Denver skoraði ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Matt Prater tryggði svo liðinu sigur í framlengingu með 52 jarda vallarmarki. Þá vann Chicago sigur á Tampa Bay, 24-18, í leik sem fór fram á Wembley-leikvanginum um helgina. Matt Forte hljóp 145 jarda í leiknum og skoraði eitt snertimark. Green Bay Packers vann svo sjöunda leikinn sinn í röð er liðið mætti Minnesota Vikings og vann sex stiga sigur, 33-27.
NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira