Damon Albarn og David Byrne á plötu Ghostigital 7. október 2011 16:45 Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen fengu góða gesti til liðs við sig við upptökur á nýju plötunni, þar á meðal David Byrne og Damon Albarn. fréttablaðið/valli Tónlistarmennirnir heimsþekktu David Byrne og Damon Albarn eru á meðal góðra gesta á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Ghostigital, Division of Culture and Turism. „Byrne kom hingað til lands einhvern tímann og þá spurði ég hvort hann væri ekki til í að vera með okkur á plötu og hann sagði: „Já, endilega“,“ segir Einar Örn. „Við létum hann fá lagið [Dreamland] og hann fór með það heim, kláraði og sendi.“ Sykurmolinn fyrrverandi er að sjálfsögðu ánægður með samstarfið við Byrne, sem er þekktur sem fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads. „Þetta er þrusuflott sem hann gerir. Hann er algjört æði.“ Einar Örn og Íslandsvinurinn Damon Albarn hafa lengi verið vinir. „Ég var að spila fyrir hann grunnana og sýna honum hvað við værum að gera. Þá sagði hann: „Má ég fá eitt lag?“ Ég sendi honum þrjú lög og hann valdi eitt og spilar á píanó í því.“ Einar Örn hafði áður sungið fyrir Albarn í lagi sem átti að hljóma á plötu Gorillaz, Plastic Beach. „Þeir sáu sóma sinn í að nota mig ekki í lokaútgáfunni. Ég var inni á kynningarmyndunum, teiknaður inn sem páfagaukur, þannig að ég notaði ekki allt píanóið sem hann gerði fyrir mig, bara til að ná mér niðri á honum.“ Aðrir gestir á plötu Ghostigital eru King Buzzo úr bandarísku hljómsveitinni Melvins, Alan Vega úr hinni áhrifamiklu sveit Suicide, rapparinn Sensational og Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeahs. Þeim síðastnefnda kynntist Einar Örn þegar þeir fóru saman til Eþíópíu í fyrra ásamt tónlistarmönnum á borð við Alex Kapranos úr Franz Ferdinand og þeim Flea og Josh Klinghoffer úr Red Hot Chili Peppers. Verkefnið nefnist African Express og í því eru ólíkir tónlistarmenn leiddir saman. Um nokkurs konar andsvar við hátíðinni Band Aid er að ræða þar sem lögð er áhersla á að draga upp jákvæða ímynd af Eþíópíu. „Við spiluðum einn konsert saman, ég, Flea og Klinghoffer. Þetta var alveg stórkostlegt. Ég söng með þeim tveimur og Flea sagði að það hefði verið alveg magnað að hafa tekið þátt í þessu.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Tónlistarmennirnir heimsþekktu David Byrne og Damon Albarn eru á meðal góðra gesta á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Ghostigital, Division of Culture and Turism. „Byrne kom hingað til lands einhvern tímann og þá spurði ég hvort hann væri ekki til í að vera með okkur á plötu og hann sagði: „Já, endilega“,“ segir Einar Örn. „Við létum hann fá lagið [Dreamland] og hann fór með það heim, kláraði og sendi.“ Sykurmolinn fyrrverandi er að sjálfsögðu ánægður með samstarfið við Byrne, sem er þekktur sem fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads. „Þetta er þrusuflott sem hann gerir. Hann er algjört æði.“ Einar Örn og Íslandsvinurinn Damon Albarn hafa lengi verið vinir. „Ég var að spila fyrir hann grunnana og sýna honum hvað við værum að gera. Þá sagði hann: „Má ég fá eitt lag?“ Ég sendi honum þrjú lög og hann valdi eitt og spilar á píanó í því.“ Einar Örn hafði áður sungið fyrir Albarn í lagi sem átti að hljóma á plötu Gorillaz, Plastic Beach. „Þeir sáu sóma sinn í að nota mig ekki í lokaútgáfunni. Ég var inni á kynningarmyndunum, teiknaður inn sem páfagaukur, þannig að ég notaði ekki allt píanóið sem hann gerði fyrir mig, bara til að ná mér niðri á honum.“ Aðrir gestir á plötu Ghostigital eru King Buzzo úr bandarísku hljómsveitinni Melvins, Alan Vega úr hinni áhrifamiklu sveit Suicide, rapparinn Sensational og Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeahs. Þeim síðastnefnda kynntist Einar Örn þegar þeir fóru saman til Eþíópíu í fyrra ásamt tónlistarmönnum á borð við Alex Kapranos úr Franz Ferdinand og þeim Flea og Josh Klinghoffer úr Red Hot Chili Peppers. Verkefnið nefnist African Express og í því eru ólíkir tónlistarmenn leiddir saman. Um nokkurs konar andsvar við hátíðinni Band Aid er að ræða þar sem lögð er áhersla á að draga upp jákvæða ímynd af Eþíópíu. „Við spiluðum einn konsert saman, ég, Flea og Klinghoffer. Þetta var alveg stórkostlegt. Ég söng með þeim tveimur og Flea sagði að það hefði verið alveg magnað að hafa tekið þátt í þessu.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“