Enski boltinn

Sjöunda leiknum frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Starfsmenn Arsenal moka snjó fyrir utan Emirates-leikvanginn.
Starfsmenn Arsenal moka snjó fyrir utan Emirates-leikvanginn. Nordic Photos / Getty Images

Alls hefur sjö leikjum verið frestað í ensku úrvalsdeildinni um helgina en tveir bættust í hóp þeirra fimm sem var frestað í gær.

Fyrr í dag var greint frá því að leik Wigan og Aston Villa hafi verið frestað en í ljós kom að upphitunarkerfi á DW-leikvanginum var bilað.

Þá var tilkynnt fyrir stundu að leik West Ham og Wolves sem átti að fara fram á morgun verður einnig frestað vegna kuldans og snjókomunnar í Bretlandi.

Arsene Wenger hefur gagnrýnt ákvörðun yfirvalda að fresta leikjum og segir að það sé í raun alger óþarfi.

Það eru því aðeins tveir leikir eftir um helgina og báðir fara fram í dag. Klukkan 15.00 hefst leikur Arsenal og Everton og svo klukkan 17.30 leikur Birmingham og Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×