Lífið

Tregi í Tryggvagötu

Blússveitirnar Blues Akademian, Mood og Síðasti sjens munu fylla loftið trega á Kaffi Rót í Tryggvagötu á föstudagskvöld, eins og kemur fram í tilkynningu.

„Blues Akademíuna skipa meðal annarra landsliðsmennirnir Tryggvi Hübner á gítar, Sigurður Sigurðarson, söngvari og munnhörpuleikari, og Pétur Stefánsson, gítarleikari og söngvari.

Bergþór Smári er aðalsprautan í Mood, en hann er tvímælalaust einn heitasti blúsgítarleikari og söngvari landsins um þessar mundir.

Síðasti sjens er blúsband "af landsbyggðinni" sem hefur komið skemmtilega á óvart fyrir kraftmikinn og heitan blús. Þar er fremstur í flokki Jens Einarsson, hestamaður og ritstjóri, með flöskuháls á einum fingri.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Rétt er að taka fram að á Kaffi Rót fæst besta kaffi, kakó og kökur landsins,“ segja þeir á Kaffi Rót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.