Lífið

Jólatónleikar hjá ADHD

Hljómsveitin ADHD spilar í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag.
fréttablaðið/gva
Hljómsveitin ADHD spilar í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag. fréttablaðið/gva
Hinir árlegu jólatónleikar hljómsveitarinnar ADHD fara fram í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudaginn klukkan 17. Ásamt því að leika efni af samnefndri plötu sinni sem var kosin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, ætla þeir félagar að telja í glænýtt efni sem áætlað er að gefa út snemma árs 2011. Upptökur á þeirri plötu fara fram í Vestmannaeyjum í febrúar. „Leynigestur“ á tónleikunum á sunnudag verður saxófónleikarinn Rúnar Georgsson. „Hann er algjör snillingur og mikill lærifaðir minn,“ segir Óskar Guðjónsson úr ADHD og lofar skemmtilegum tónleikum. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.