Enski boltinn

Útivallargengið batnar ekki hjá Fulham - töpuðu 0-2 í Blackburn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christopher Samba skoraði fyrra mark Blackburn.
Christopher Samba skoraði fyrra mark Blackburn. Mynd/AFP

Blackburn Rovers komst upp í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti sigur Blackburn í tíu deildarleikjum en Fulham hefur hinsvegar aðeins náði í sjö stig á útivelli á tímabilinu þar af komu þrjú þeirra í fyrsta leik.

Chris Samba skoraði fyrra mark Blakcburn á 25. mínútu þegar hann potaði boltanum inn eftir hornspyrnu Benni McCarthy. Ryan Nelsen skoraði seinna markið með skalla eftir aukaspyrnu Benni McCarthy á 54. mínútu.

Fulham er áfram í níunda sæti deildarinnar en liðið hefur náð í 20 af 27 stigum sínum á heimavelli sínum Craven Cottage. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×