Listin að fanga gamlan bónda 17. desember 2010 00:01 „Ég get alveg verið ærlegur með það að mér hefur fundist ég „rangplaseraður“ í tíma. Ég hef stundum sagt í gamni að ég hefði helst viljað vera uppi á steinöld með nútímaspítölum.“ Fréttablaðið/Valli Bergsveinn Birgisson er tilnefndur í annað sinn til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir nóvelluna Svar við bréfi Helgu. Hann segir vinsældir bókarinnar hafa komið sér ánægjulega á óvart og helgist ef til vill af því að eftir hrun hafi fleiri farið að gefa gaum þeirri menningu sem við áttum fyrir. Svar við bréfi Helgu fjallar um aldraðan bónda sem skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst til að fylgja til borgarinnar forðum tíð, en hann kaus heimahagana fram yfir kærleikann. Mörgum áratugum síðar veltir hann því fyrir sér hvort hann hafi valið rétt og inn í bréfin fléttast minningar úr sveitinni ásamt safaríkum frásögnum af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Að fanga bóndann í ræðuBókin er stutt, fyllir rétt rúmar 100 síður. Bergsveinn segir þó talsverðan tíma liggja henni að baki. „Ég byrjaði að skrifa hana árið 2003. Ég get aftur á móti ekki sagt eins og atvinnurithöfundur hve lengi ég hef viðað að mér efni í hana og hve lengi ég hef unnið úr því. Kannski þetta hafi meira verið eins og hjá gamla fólkinu í Brekkukoti, sem aldrei var beinlínis að vinna, en alltaf að sýsla eitthvað. Ég hef verið svo lánsamur að hafa kynnst mörgum skemmtilegum sagnamönnum í gegnum tíðina, bæði frægum og ófrægum, til dæmis gerði út bát á Norðurfirði allnokkur sumur og þar kynntist ég góðum sagnamönnum eins og Gunnsteini Gíslasyni. Afi minn, Guðjón Guðmundsson, var líka dásamlegur sagnamaður án þess að gefa sig sérstaklega út fyrir það. Ég man að þegar ég var í sveit hjá honum kom út einhver viðtalsbók, Aldnir hafa orðið, þar sem rætt var við hann. Ég tók eftir að þar var hann svo kurteis; talaði bara um tíðina og aflabrögð í bókinni. En þegar maður sat úti með honum að skera af netum þá fór allt í gang. Þessi maður var ekki til á neinum pappír. Þetta er maðurinn sem ég hef gert mér far um fanga; bóndann í ræðu en ekki í riti; manninn sem er meira kurteis við lífið í eigin brjósti en mannfólkið." Saga um horfna menninguBókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og selst afar vel, sem kemur Bergsveini þægilega á óvart. „Það er alltaf gaman þegar einhver nennir að lesa það sem maður er að gera," segir hann. „En nei, ég var ekki viðbúinn því að þessi saga yrði vinsæl. Ég er sjálfsagt síst hæfur til að greina það af hverju hún mælist svona vel fyrir en ég fór að leiða hugann að því, að eftir að peningamennirnir skildu eftir sig sviðna jörð hafi kannski myndast hérna ákveðið tómarúm. Eftir á hafa menn ef til vill leitt hugann að því hvort það hafi verið til menning í þessu landi eftir allt saman: þessi íslenska alþýðumennning þar sem fólk talaði saman og sagði frá, verkmenning þar sem fólk skaffaði sjálft á borðið sitt, ræktaði jörðina og fór á sjó. Þetta var menning sem hafði að stóru leyti staðið óbreytt frá landnámi; að sjá inn í gamlan íslenskan bóndabæ var að sjá inn í landnámið." Bergsveinn kveðst hafa verið svo heppin að fá nasasjón í þennan heim hjá afa sínum og ömmu á Ströndum. „En þetta var mjög brútal ferill, hvað þetta gerðist hratt. Maður var ekki fyrr búinn að sjá inn í þetta en það var horfið. Peningaæðið sem ríkti hér gekk mjög hart á þessa menningu. Það varð náttúrulega gríðarlegt rof þegar peningamenn fóru haga sér eins og Gottskálk biskup grimmi og sanka að sér jörðum um allar trissur. Þetta snýst nefnilega ekki bara um rolluskjátur, þetta snýst um tungumál og þar með um heilan heim. Og það er ekki hægt að skilja íslenskt tungumál í raun og veru nema í gegnum sveitabæinn. Án hans er ekkert tungumál, engar rætur." Að skilja hvaðan maður kemurSvar við bréfi Helgu svipar að formi og efni til fyrstu skáldsögu hans, Landslag er aldrei asnalegt frá 2003, sem lýsti lífi trillukarla í deyjandi sjávarbyggð. Fellst hann á að vera haldinn fortíðaþrá? „Ég get alveg verið ærlegur með það að mér hefur fundist ég „rangplaseraður" í tíma. Ég hef stundum sagt í gamni að ég hefði helst viljað vera uppi á steinöld með nútímaspítölum. Áður fyrr var meiri nálægð milli manna, fólk lifði í hóp. Ég fékk að sjá inn í þessa menningu gegnum ömmu mína og afa en þá þegar var komin feigð í hana; bæirnir voru að leggjast í eyði og hún smám saman að láta undan. En ég myndi samt ekki vilja stimpla þetta sem einhverja fortíðarþrá. Ég er einfaldlega einstaklingur sem er að reyna að skilja rætur sínar, hvaðan hann kemur. Eftir að hafa þvælst dálítið um heiminn eins og ég hef gert, verður það dálítið aðkallandi fyrir mann." Fyrnskan er mér tömTungutak og orðfæri sögumanns bókarinnar er mergjað og á köflum framandi. Bergsveinn kveðst hafa þurft að setja sig í ákveðnar stellingar þegar hann skrifaði bókina en gætti þess vandlega að þær kæmu ekki fram. „Þetta varð að koma beint úr lifrinni og án áreynslu. Ég hef nú verið kallaður forn í skapi þannig að vissu leyti var fyrnskan mér töm. Það var þó ýmislegt sem maður þurfti að setja sig inn í til að geta komið orðum að því, til dæmis fjárþuklið. Þetta er gríðarlega ríkt mál, fornt og nákvæmt. En þegar ómskoðunartækið kom til sögunnar hvarf þuklþekkingin fljótt og þar með tungumálið sem henni fylgdi. Ég þurfti því að fletta talsvert í gömlum ræktunarbæklingum, til að setja mig inn í þetta málsnið." Auk þess að fjalla um horfna menningu og slitnar rætur er Svar við bréfi Helgu öðrum þræði bók um mannlega nánd. „Ég hef mikinn áhuga á tilvistarlegum spurningum. Þetta er vissulega ástarsaga, en ekki þessi hefðbundna rómantíska ástarsaga þar sem allir ná saman í lokin. Þetta fjallar um að þrá einhverja manneskju án þess að það verði nokkuð úr því; mig langaði að segja ástarsögu þar sem ástin fær ekki að blómstra." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Bergsveinn Birgisson er tilnefndur í annað sinn til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir nóvelluna Svar við bréfi Helgu. Hann segir vinsældir bókarinnar hafa komið sér ánægjulega á óvart og helgist ef til vill af því að eftir hrun hafi fleiri farið að gefa gaum þeirri menningu sem við áttum fyrir. Svar við bréfi Helgu fjallar um aldraðan bónda sem skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst til að fylgja til borgarinnar forðum tíð, en hann kaus heimahagana fram yfir kærleikann. Mörgum áratugum síðar veltir hann því fyrir sér hvort hann hafi valið rétt og inn í bréfin fléttast minningar úr sveitinni ásamt safaríkum frásögnum af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Að fanga bóndann í ræðuBókin er stutt, fyllir rétt rúmar 100 síður. Bergsveinn segir þó talsverðan tíma liggja henni að baki. „Ég byrjaði að skrifa hana árið 2003. Ég get aftur á móti ekki sagt eins og atvinnurithöfundur hve lengi ég hef viðað að mér efni í hana og hve lengi ég hef unnið úr því. Kannski þetta hafi meira verið eins og hjá gamla fólkinu í Brekkukoti, sem aldrei var beinlínis að vinna, en alltaf að sýsla eitthvað. Ég hef verið svo lánsamur að hafa kynnst mörgum skemmtilegum sagnamönnum í gegnum tíðina, bæði frægum og ófrægum, til dæmis gerði út bát á Norðurfirði allnokkur sumur og þar kynntist ég góðum sagnamönnum eins og Gunnsteini Gíslasyni. Afi minn, Guðjón Guðmundsson, var líka dásamlegur sagnamaður án þess að gefa sig sérstaklega út fyrir það. Ég man að þegar ég var í sveit hjá honum kom út einhver viðtalsbók, Aldnir hafa orðið, þar sem rætt var við hann. Ég tók eftir að þar var hann svo kurteis; talaði bara um tíðina og aflabrögð í bókinni. En þegar maður sat úti með honum að skera af netum þá fór allt í gang. Þessi maður var ekki til á neinum pappír. Þetta er maðurinn sem ég hef gert mér far um fanga; bóndann í ræðu en ekki í riti; manninn sem er meira kurteis við lífið í eigin brjósti en mannfólkið." Saga um horfna menninguBókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og selst afar vel, sem kemur Bergsveini þægilega á óvart. „Það er alltaf gaman þegar einhver nennir að lesa það sem maður er að gera," segir hann. „En nei, ég var ekki viðbúinn því að þessi saga yrði vinsæl. Ég er sjálfsagt síst hæfur til að greina það af hverju hún mælist svona vel fyrir en ég fór að leiða hugann að því, að eftir að peningamennirnir skildu eftir sig sviðna jörð hafi kannski myndast hérna ákveðið tómarúm. Eftir á hafa menn ef til vill leitt hugann að því hvort það hafi verið til menning í þessu landi eftir allt saman: þessi íslenska alþýðumennning þar sem fólk talaði saman og sagði frá, verkmenning þar sem fólk skaffaði sjálft á borðið sitt, ræktaði jörðina og fór á sjó. Þetta var menning sem hafði að stóru leyti staðið óbreytt frá landnámi; að sjá inn í gamlan íslenskan bóndabæ var að sjá inn í landnámið." Bergsveinn kveðst hafa verið svo heppin að fá nasasjón í þennan heim hjá afa sínum og ömmu á Ströndum. „En þetta var mjög brútal ferill, hvað þetta gerðist hratt. Maður var ekki fyrr búinn að sjá inn í þetta en það var horfið. Peningaæðið sem ríkti hér gekk mjög hart á þessa menningu. Það varð náttúrulega gríðarlegt rof þegar peningamenn fóru haga sér eins og Gottskálk biskup grimmi og sanka að sér jörðum um allar trissur. Þetta snýst nefnilega ekki bara um rolluskjátur, þetta snýst um tungumál og þar með um heilan heim. Og það er ekki hægt að skilja íslenskt tungumál í raun og veru nema í gegnum sveitabæinn. Án hans er ekkert tungumál, engar rætur." Að skilja hvaðan maður kemurSvar við bréfi Helgu svipar að formi og efni til fyrstu skáldsögu hans, Landslag er aldrei asnalegt frá 2003, sem lýsti lífi trillukarla í deyjandi sjávarbyggð. Fellst hann á að vera haldinn fortíðaþrá? „Ég get alveg verið ærlegur með það að mér hefur fundist ég „rangplaseraður" í tíma. Ég hef stundum sagt í gamni að ég hefði helst viljað vera uppi á steinöld með nútímaspítölum. Áður fyrr var meiri nálægð milli manna, fólk lifði í hóp. Ég fékk að sjá inn í þessa menningu gegnum ömmu mína og afa en þá þegar var komin feigð í hana; bæirnir voru að leggjast í eyði og hún smám saman að láta undan. En ég myndi samt ekki vilja stimpla þetta sem einhverja fortíðarþrá. Ég er einfaldlega einstaklingur sem er að reyna að skilja rætur sínar, hvaðan hann kemur. Eftir að hafa þvælst dálítið um heiminn eins og ég hef gert, verður það dálítið aðkallandi fyrir mann." Fyrnskan er mér tömTungutak og orðfæri sögumanns bókarinnar er mergjað og á köflum framandi. Bergsveinn kveðst hafa þurft að setja sig í ákveðnar stellingar þegar hann skrifaði bókina en gætti þess vandlega að þær kæmu ekki fram. „Þetta varð að koma beint úr lifrinni og án áreynslu. Ég hef nú verið kallaður forn í skapi þannig að vissu leyti var fyrnskan mér töm. Það var þó ýmislegt sem maður þurfti að setja sig inn í til að geta komið orðum að því, til dæmis fjárþuklið. Þetta er gríðarlega ríkt mál, fornt og nákvæmt. En þegar ómskoðunartækið kom til sögunnar hvarf þuklþekkingin fljótt og þar með tungumálið sem henni fylgdi. Ég þurfti því að fletta talsvert í gömlum ræktunarbæklingum, til að setja mig inn í þetta málsnið." Auk þess að fjalla um horfna menningu og slitnar rætur er Svar við bréfi Helgu öðrum þræði bók um mannlega nánd. „Ég hef mikinn áhuga á tilvistarlegum spurningum. Þetta er vissulega ástarsaga, en ekki þessi hefðbundna rómantíska ástarsaga þar sem allir ná saman í lokin. Þetta fjallar um að þrá einhverja manneskju án þess að það verði nokkuð úr því; mig langaði að segja ástarsögu þar sem ástin fær ekki að blómstra." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira