Lífið

Gosling og Blake Lively eru ekki par

Ryan Gosling blæs á allar kjaftasögur um ástarsamband hans og Blake Lively.
Ryan Gosling blæs á allar kjaftasögur um ástarsamband hans og Blake Lively.
Leikarinn Ryan Gosling þvertekur fyrir það að hann og Gossip Girl-stjarnan Blake Lively séu par. Þau séu einfaldlega góðir vinir. Leikararnir sáust fyrst saman í október, stuttu eftir að Lively hætti með mótleikara sínum úr Gossip Girl, Penn Badgley. Þá sáust Gosling og Lively saman í Disneylandi og einnig í eftirpartíi kvikmyndarinnar Blue Valentine, en það er nýjasta kvikmynd Goslings. Hann neitar öllum orðrómi um ástarsamband en hrósar Lively fyrir mikla hæfileika á hvíta tjaldinu. „Hún er frábær leikkona og góður vinur,“ segir Gosling.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.