Fótbolti

Ballack gefur innherjaupplýsingar um enska liðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Löw og Schweinsteiger.
Löw og Schweinsteiger.

Michael Ballack er Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, innan handar við að finna út úr því hvernig Þýskaland eigi að leggja England af velli í sextán liða úrslitum HM á morgun.

Ballack missir af mótinu vegna meiðsla en hefur samt tekist að leggja lóð sín á vogarskálarnar með því að veita upplýsingar um enska liðið.

"Ég er búinn að tala margoft við Ballack um enska landsliðið og leikmenn þess. Við töluðum sérstaklega um einstaklingana og hann hefur gefið mér fínar innherjaupplýsingar," sagði Löw.

"Það er óhætt að segja að við séum með nýjustu upplýsingar. Við vitum mjög mikið um Frank Lampard og félaga hans. Við höfum líka fylgst vel með enska boltanum í sjónvarpinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×