Enski boltinn

Roberto Mancini segir Tevez að hætta tala um Gary Neville

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez í leiknum á móti Manchester United.
Carlos Tevez í leiknum á móti Manchester United. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur líkt og kollegi hans hjá Manchester United, Alex Ferguson, reynt að eyða deilunum á milli þeirra

Carlos Tevez og Gary Neville sem hafa fyllt síður ensku blaðanna með hverri yfirlýsingunni á fætur annarri.

„Svona hlutir koma oft fram í dagsljósið eftir leiki þegar leikmenn eru þreyttir og pirraðir og hugsa ekki alveg til enda hvað þeir eru að segja. Nú er bara kominn tími á að hætta hugsa og tala um þennan leik og fara að hugsa um þann næsta," sagði Roberto Mancini.

Roberto Mancini ætlar að hvíla Carlos Tevez í bikarleiknum á móti Scunthorpe á sunnudaginn þannig að Argentínumaðurinn verði ferskur og klár í seinni leikinn á móti Manchester United í enska deildarbikarnum á Old Trafford á miðvikudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×