Lífið

Féll fyrir öðrum vandræðapésa

Denise Richards sást snæða morgunmat með rokkaranum Nikki Sixx um daginn.  nordicphotos/getty
Denise Richards sást snæða morgunmat með rokkaranum Nikki Sixx um daginn. nordicphotos/getty

Leikkonan Denise Richards hefur farið á nokkur stefnumót með bassaleikara hljómsveitarinnar Mötley Crue, Nikki Sixx. Richards var áður gift vandræðapésanum Charlie Sheen og á með honum tvær dætur, Sam og Lolu.

Richards og Sixx hafa búið í sama hverfi í nokkur ár og þekkjast því ágætlega að sögn heimildarmanna. „Þau hafa þekkst í nokkurn tíma. Þau eiga margt sameiginlegt en ætla að taka þessu með ró og eru ekki að ana út í eitt eða neitt,“ sagði heimildarmaður í samtali við tímaritið US Weekly.

Parið sást borða morgunverð saman á kaffihúsi í Kaliforníu og virtist fara mjög vel á með þeim.

„Nikki sagði sögur og Denise hló mikið að því sem hann sagði,“ var haft eftir sjónarvotti. Richards virðist laðast að vandræðapésum og rokkstjörnum því fyrrverandi eiginmaður hennar, Sheen, hefur lengi glímt við fíkniefnavanda og Sixx er fyrrverandi heróínfíkill og þekktur fyrir ýmis skammarstrik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.