Lífið

Nafn komið á iPad-plötu Albarns

Nýjasta plata Gorillaz nefnist The Fall og kemur út á jóladag.
Nýjasta plata Gorillaz nefnist The Fall og kemur út á jóladag.
Breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn, forsprakki teiknimyndabandsins Gorillaz, hefur staðfest að væntanleg plata sveitarinnar nefnist The Fall.

Platan verður fáanleg ókeypis á jóladag og var tekin upp á iPad-tölvu þegar Albarn var í tónleikaferð um Bandaríkin í október.

Þessi jólagjöf hlýtur að vera afar kærkomin fyrir aðdáendur Gorillaz sem eru fjölmargir úti um allan heim. Síðasta plata sveitarinnar, Plastic Beach, kom út fyrr á þessu ári við góðar undirtektir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.