Lífið

Hallar sér að flöskunni

Leikarinn David Arquette viður­kennir að hafa drekkt sorgum sínum í áfengi eftir að hann skildi við eiginkonu sína og leikkonuna Courtney Cox. Þetta kom fram í viðtali við hinn þekkta útvarpsmann Howard Stern en Arquette vildi ekki fara út í smáatriði en sagði að hann hefði þurft að leita sér hjálpar vegna áfengisnotkunar.

„Ég er búinn að missa tökin á drykkjunni og hef ákveðið að hætta að drekka um tíma,“ segir Arquette en hann hefur sést oft úti að skemmta sér eftir að hann skildi. Cox hefur aftur á móti verið heima og sinnt sex ára dóttur þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.