Lífið

Winona treystir ekki karlmönnum

Vör um sig Leikkonan Winona Ryder segist ekki treysta karlmönnum.nordicphotos/getty
Vör um sig Leikkonan Winona Ryder segist ekki treysta karlmönnum.nordicphotos/getty
Leikkonan Winona Ryder segist eiga erfitt með að treysta karlmönnum því frægðin geri það að verkum að ókunnugt fólk viti ótrúlegustu hluti um hana.

„Eitt sinn sat ég á bar í San Francisco og fór að tala við strák. Hann var mjög myndarlegur og við spjölluðum svolítið saman, svo viðurkenndi hann fyrir mér að hann hefði lengi verið svolítið skotinn í mér. Allt í einu varð ég mjög vör um mig og ekki alveg viss um af hverju hann væri að tala við mig. Mig langaði að vera venjuleg stelpa sem væri að daðra við venjulegan strák. Í staðinn hitti ég fólk og það veit þegar fullt um mig og það er skrítin tilfinning,“ sagði leikkonan og bætti við að þetta væri ástæðan fyrir því að leikarar enduðu oft á því að vera saman.

„Fólk sem hrærist í þessum bransa skilur þig betur. Það þýðir samt ekki endilega að ég vilji vera með leikara.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.