Fótbolti

Cannavaro vill yngja upp í landsliðinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Hinn 36 ára gamli Fabio Cannavaro er hættur að leika með ítalska landsliðinu. Hann vill að þróun ítalska knattspyrnusambandsins breytist og það fari nú að einbeita sér að yngri mönnum. Níu leikmenn voru yfir þrítugt sem spiluðu fyrir Ítala á HM en sem kunnugt er duttu þeir út í gær. Cannavaro er einn þeirra sem voru ekki upp á sitt besta, "Við verðum að fara að nota yngri leikmenn. Við verðum að læra af þessu tapi, annars líða önnur 27 ár áður en við verðum heimsmeistarar aftur," sagði varnarjaxlinn. Hann viðurkenndi að hafa vætt hvarm eftir tapið en hann hættir eftir glæsilegan landsliðsferil og 136 leiki. "Ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna að ég felldi tár í gærkvöldi eftir 14 ára landsliðsferil. Með fjórar stjörnur á brjóstinu ertu skyldugur til að vinna. Þetta er ekki bara pressa utanað heldur vorum við bara of hræddir í Suður-Afríku. Ég sá það á liðsfélögum mínum." Gianluigi Buffon verður næsti fyrirliði Ítalíu en Cannavaro mun spila meðAl-Ahli í Dubai til að safna peningum fyrir eftirlaunasjóð sinn á næstu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×