Krefst frávísunar með sömu rökum og áður 11. desember 2010 05:00 Baldur Guðlaugsson kemur út úr Ráðherrabústaðnum helgina örlagaríku fyrir setningu neyðarlaganna. Fréttablaðið/valli Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur. Verjandi Baldurs, Karl Axelsson, gerir ítarlega grein fyrir því hvers vegna hann telur rétt að vísa málinu frá, en annars sýkna hann, í 33 blaðsíðna greinargerð sem skilað var til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið hefur greinargerðina undir höndum. Frávísunarkrafan byggir á því að Fjármálaeftirlitið hafi tilkynnt Baldri vorið 2009 að rannsókn á máli hans hafi verið hætt. Ekki megi rannsaka sama mál í tvígang og því hafi endurupptakan sumarið eftir verið ólögmæt. Þegar Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknarinnar var gerður fyrirvari um að hægt væri að taka hana upp ef fram kæmu nýjar upplýsingar. Verjandi Baldurs telur hins vegar að þær nýju upplýsingar sem vísað er til í gögnum FME og saksóknara hafi ekkert gildi í málinu vegna þess að málið grundvallist allt á gögnum sem lágu fyrir frá upphafi. Því beri að vísa málinu frá. Til vara fer verjandinn fram á að Baldur verði sýknaður af ákærunni og telur upp ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta segir hann refsiheimildir fyrir innherjasvik hreinlega ekki nógu skýrar. Slíkt mál hefur einungis einu sinni komið til kasta dómstóla og þá var sýknað. Í öðru lagi byggir hann á því að sakargiftir séu ósannaðar. Hann mótmælir sönnunargildi fundargerða sem vísað er til í ákæru, enda séu þær merkt sem drög og ekki undirritaðar af fundarmönnum. Þá rekur hann í löngu máli ýmislegt sem hann telur vera rangfærslur og ónákvæmni í ákæruskjali. Enn fremur telur verjandinn að Baldur geti ekki talist hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf sín eftir miðjan september 2008, enda hefðu upplýsingar um stöðu Landsbankans og bankakerfisins alls verið á flestra vitorði um nokkurt skeið. Í lok greinargerðarinnar mótmælir verjandinn kröfu saksóknara um upptöku milljónanna 192, jafnvel þótt svo ólíklega fari að Baldur verði fundinn sekur. Ekki sé sannað að samhengi hafi verið á milli upplýsinganna sem fram komu á fundunum sem Baldur sat og þess að Landsbankinn féll. Ekki sé því sannað að hann hafi hagnast nokkuð á sölu bréfanna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur. Verjandi Baldurs, Karl Axelsson, gerir ítarlega grein fyrir því hvers vegna hann telur rétt að vísa málinu frá, en annars sýkna hann, í 33 blaðsíðna greinargerð sem skilað var til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið hefur greinargerðina undir höndum. Frávísunarkrafan byggir á því að Fjármálaeftirlitið hafi tilkynnt Baldri vorið 2009 að rannsókn á máli hans hafi verið hætt. Ekki megi rannsaka sama mál í tvígang og því hafi endurupptakan sumarið eftir verið ólögmæt. Þegar Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknarinnar var gerður fyrirvari um að hægt væri að taka hana upp ef fram kæmu nýjar upplýsingar. Verjandi Baldurs telur hins vegar að þær nýju upplýsingar sem vísað er til í gögnum FME og saksóknara hafi ekkert gildi í málinu vegna þess að málið grundvallist allt á gögnum sem lágu fyrir frá upphafi. Því beri að vísa málinu frá. Til vara fer verjandinn fram á að Baldur verði sýknaður af ákærunni og telur upp ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta segir hann refsiheimildir fyrir innherjasvik hreinlega ekki nógu skýrar. Slíkt mál hefur einungis einu sinni komið til kasta dómstóla og þá var sýknað. Í öðru lagi byggir hann á því að sakargiftir séu ósannaðar. Hann mótmælir sönnunargildi fundargerða sem vísað er til í ákæru, enda séu þær merkt sem drög og ekki undirritaðar af fundarmönnum. Þá rekur hann í löngu máli ýmislegt sem hann telur vera rangfærslur og ónákvæmni í ákæruskjali. Enn fremur telur verjandinn að Baldur geti ekki talist hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf sín eftir miðjan september 2008, enda hefðu upplýsingar um stöðu Landsbankans og bankakerfisins alls verið á flestra vitorði um nokkurt skeið. Í lok greinargerðarinnar mótmælir verjandinn kröfu saksóknara um upptöku milljónanna 192, jafnvel þótt svo ólíklega fari að Baldur verði fundinn sekur. Ekki sé sannað að samhengi hafi verið á milli upplýsinganna sem fram komu á fundunum sem Baldur sat og þess að Landsbankinn féll. Ekki sé því sannað að hann hafi hagnast nokkuð á sölu bréfanna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira