Fótbolti

Wesley Sneijder hrósar hálfleiksræðunni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP

Wesley Sneijder var ánægður með baráttuna í Hollendingum í dag en liðið sló Brasilíu út úr HM í frábærum leik. Sneijder skoraði annað markið sem tryggði sigurinn og átti sendinguna sem varð að fyrra markinu.

"Í hálfleiknum sögðum við allir við hvorn annan að við ætluðum að gefa algjörlega allt í leikinn, og það gerðum við. Við börðumst fyrir hvorn annan," sagði Sneijder.

"Í seinni hálfleiknum settum við pressu á Brasilíumenn og að skora tvisvar var algjörlega frábært. Við erum komnir í fjögurra liða úrslit. Það er ekki annað hægt en að vera ánægður en á næstu dögum þurfum við að koma okkur niður á jörðina," sagði markaskorarinn Sneijder.








Tengdar fréttir

Hollendingar ósigraðir í 24 leikjum - Slógu Brasilíu út

Hollendingar slógu út besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA, Brasilíu, í átta liða úrslitum HM. Leiknum var að ljúka, með 2-1 sigri Hollands. Wesley Sneijder skoraði annað markið og átti hitt nánast skuldlaust.

Sjáðu Hollendinga slá út Brassana

Hollendingar komu mörgum á óvart með því að leggja Brasilíu í átta liða úrslitum HM í dag. Hollendingar skoruðu tvö mörk gegn einu marki efsta liðsins á styrkleikalista FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×