Fótbolti

Sjáðu Hollendinga slá út Brassana

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hollendingar fagna.
Hollendingar fagna. AFP

Hollendingar komu mörgum á óvart með því að leggja Brasilíu í átta liða úrslitum HM í dag. Hollendingar skoruðu tvö mörk gegn einu marki efsta liðsins á styrkleikalista FIFA.

Wesley Sneijder tryggði Hollandi sigur eftir að Brasilíumenn jöfnuðu leikinn þegar Felipe Melo, sem átti afleitan leik, skoraði sjálfsmark.

Hann kórónaði martröð sína með rauðu spjaldi nokkrum mínútum eftir að Holland komst yfir.

Robinho kom Brasilíu yfir en hann var jafn slakur í seinni hálfleik og hann var góður í þeim fyrri.

Smelltu hér til að sjá Brot af því besta úr leiknum á Vísi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×