Hollendingar ósigraðir í 24 leikjum - Slógu Brasilíu út Hjalti Þór Hreinsson skrifar 2. júlí 2010 15:43 Sneijder fagnar öðru marki sínu. AFP Hollendingar slógu út besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA, Brasilíu, í átta liða úrslitum HM. Leiknum var að ljúka, með 2-1 sigri Hollands. Wesley Sneijder skoraði annað markið og átti hitt nánast skuldlaust. Hollendingar hafa ekki tapað í súðustu 24 leikjum og unnið síðustu níu. Joris Mathijsen meiddist í upphitun og því þurfti Andre Ooijer, hinn 35 ára gamli leikmaður PSV Eindhoven, að fylla í skarðið á síðustu stundu. Það gerði hann ekki vel í upphafi og Arjen Robben var næstur því að ná Robinho sem slapp í gegn. Sendingin frá Gilberto Silva af miðjunni var mjög einföld og Robinho var langt á undan öllum. Hann kláraði færið vel og skoraði gott mark. Hollendingar voru slegnir út af laginu og Brasilíumenn fengu fleiri færi. Kaká átti frábært skot sem Stekelenburg varði stórkostlega í markinu, Brassar áttu að fá víti og Juan skaut yfir úr markteignum. Sóknir Hollendinga voru hugmyndasnauðar og staðan í hálfleik var 1-0, síst of stór forysta Brasilíu. En í seinni hálfleik tóku Hollendingar sig á. Eftir rólegar upphafsmínútur skoraði Wesley Sneijder fyrir Holland, hann sendi boltann fyrir utan af kanti og bæði Felipe Melo og Julio Cesar markmaður stukku upp í boltann. Melo snerti hann en boltinn hafnaði í netinu og Sneijder fagnaði marki sem er þó skráð á Melo. En skömmu síðar skoraði Sneijder mark sem skráist á hann, nú með skalla eftir hornspyrnu sem Dirk Kuyt flikkaði til hans. Eitthvað sem er greinilega beint af æfingasvæði Hollendinga. Felipe Melo fékk réttilega rautt spjald fyrir að traðka á Arjen Robben í pirringi en skömmu áður brjálaðist hann þegar hann vildi fá aukaspyrnu sem ekki var dæmd. Melo ekki vinsælasti maðurinn í Brasilíu í dag. Þrátt fyrir ágæta tilburði náði Brasilía ekki að jafna. Hollendingar því komnir í undanúrslit þar sem það mætir Úrugvæ eða Gana. Hollendingar voru reyndar komnir þrír gegn markmanni í uppbótartíma en skoruðu ekki. Lokatölur 2-1. Hollendingar verða án Nigel de Jon og Gregory Wan der Wijl í undanúrslitunum þar sem þeir fengu gult spjald og verða því í banni. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira
Hollendingar slógu út besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA, Brasilíu, í átta liða úrslitum HM. Leiknum var að ljúka, með 2-1 sigri Hollands. Wesley Sneijder skoraði annað markið og átti hitt nánast skuldlaust. Hollendingar hafa ekki tapað í súðustu 24 leikjum og unnið síðustu níu. Joris Mathijsen meiddist í upphitun og því þurfti Andre Ooijer, hinn 35 ára gamli leikmaður PSV Eindhoven, að fylla í skarðið á síðustu stundu. Það gerði hann ekki vel í upphafi og Arjen Robben var næstur því að ná Robinho sem slapp í gegn. Sendingin frá Gilberto Silva af miðjunni var mjög einföld og Robinho var langt á undan öllum. Hann kláraði færið vel og skoraði gott mark. Hollendingar voru slegnir út af laginu og Brasilíumenn fengu fleiri færi. Kaká átti frábært skot sem Stekelenburg varði stórkostlega í markinu, Brassar áttu að fá víti og Juan skaut yfir úr markteignum. Sóknir Hollendinga voru hugmyndasnauðar og staðan í hálfleik var 1-0, síst of stór forysta Brasilíu. En í seinni hálfleik tóku Hollendingar sig á. Eftir rólegar upphafsmínútur skoraði Wesley Sneijder fyrir Holland, hann sendi boltann fyrir utan af kanti og bæði Felipe Melo og Julio Cesar markmaður stukku upp í boltann. Melo snerti hann en boltinn hafnaði í netinu og Sneijder fagnaði marki sem er þó skráð á Melo. En skömmu síðar skoraði Sneijder mark sem skráist á hann, nú með skalla eftir hornspyrnu sem Dirk Kuyt flikkaði til hans. Eitthvað sem er greinilega beint af æfingasvæði Hollendinga. Felipe Melo fékk réttilega rautt spjald fyrir að traðka á Arjen Robben í pirringi en skömmu áður brjálaðist hann þegar hann vildi fá aukaspyrnu sem ekki var dæmd. Melo ekki vinsælasti maðurinn í Brasilíu í dag. Þrátt fyrir ágæta tilburði náði Brasilía ekki að jafna. Hollendingar því komnir í undanúrslit þar sem það mætir Úrugvæ eða Gana. Hollendingar voru reyndar komnir þrír gegn markmanni í uppbótartíma en skoruðu ekki. Lokatölur 2-1. Hollendingar verða án Nigel de Jon og Gregory Wan der Wijl í undanúrslitunum þar sem þeir fengu gult spjald og verða því í banni.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira