Lífið

Fjölmörg andlit Rihönnu

Rihanna mætti í rauðum blúndukjól og með eldrauða lokka á AMA-tónlistarhátíðina í nóvember á þessu ári.
Rihanna mætti í rauðum blúndukjól og með eldrauða lokka á AMA-tónlistarhátíðina í nóvember á þessu ári.
Söngkonan Rihanna er með fatastíl sem tekið er eftir og er stúlkan óhrædd við að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að tískunni. Hin 22 ára gamla söngkona sló fyrst í gegn árið 2005 og hefur síðan þá átt hvern smellinn á fætur öðrum. Það er forvitnilegt að líta til baka yfir farinn veg og skoða hin mörgu andlit Rihönnu.
Stutthærð Í janúar á þessu ári var Rihanna með hálfgerðan hanakamb sem litaður var ljós. Hárgreiðslan vakti athygli og þótti sitt hverjum.
Töffari Söngkonan með stutt, svart hár og í uppreimuðum skóm í maímánuði árið 2009.


Gamaldags Rihanna minnir hér svolítið á söngkonur sjöunda áratugarins með bleikar varir og stutt hár. Myndir er tekin í desember árið 2008.
Framúr­stefnu­leg Söngkonan mætti í þessum undarlega kjól á AMA-tónlistarhátíðina árið 2007.
Í danaveldi Rihanna tók á móti MTV tónlistarverðlaununum í Kaupmannahöfn árið 2006 í þessum sparilega pallíettukjól.
Ung og óreynd Stúlkan klæddist þessum látlausa kjól við MTV Movie Awards hátíðina sumarið 2006. Fatastíllinn hefur þróast nokkuð síðan þá og nú er Rihanna óhrædd við að klæðast litríkum og framúrstefnulegum flíkum.
Stelpuleg Söngkonan var aðeins 18 ára gömul þegar hún tróð upp í spjallþættinum Today Show í júli árið 2006.
Nýstirni Söngkonan sló fyrst í gegn árið 2005, þá aðeins 17 ára gömul. Fatastíllinn var þá enn nokkuð stelpulegur líkt og sjá má.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.