Fótbolti

Löw og þýska landsliðið skrópuðu á blaðamannafund

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skrópari. Er Löw stressaður eða var það taktík að mæta ekki á fundinn?
Skrópari. Er Löw stressaður eða var það taktík að mæta ekki á fundinn?

Það vakti gríðarlega athygli að Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þjóðverja, skyldi skrópa á blaðamannafund í gær sem honum bar að mæta á samkvæmt reglum FIFA.

Það var ekki bara Löw sem skrópaði á fundinn því enginn leikmaður liðsins lét heldur sjá sig. Það var aðeins markvarðaþjálfarinn Andreas Köpke sem lét sjá sig á fundinum.

Köpke var hetja þýska landsliðsins á EM 1996 er Þýskaland lagði England í vítaspyrnukeppni.

"Ég held það væri frábært að sleppa vítunum núna. Ef við þurfum samt að fara í vítakeppni þá mætum við klárir," sagði Köpke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×