Enski boltinn

Gylfi leikmaður desembermánaðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Sigurðsson.
Gylfi Sigurðsson. Mynd/Heimasíða Reading
Gylfi Sigurðsson var valinn besti leikmaður Reading í desembermánuði en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í mánuðinum.

Gylfi er nú markahæsti leikmaður Reading en alls hefur hann skorað sjö mörk á tímabilinu.

Til stóð að afhenda Gylfa verðlaunin fyrir leik liðsins í gær en honum var frestað. Þess í stað fær hann þau fyrir leik Reading gegn Liverpool í ensku bikarkepppninni en leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku.

Þrír aðrir Íslendingar leika með Reading - þeir Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×