Enski boltinn

Jafntefli í fyrsta leik Guðlaugs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Victor er lánsmaður frá Liverpool.
Guðlaugur Victor er lánsmaður frá Liverpool.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Dagenham & Redbridge sem gerði 1-1 jafntefli við Leyton Orient í 1. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Liðin þurfa því að mætast aftur.

Ármann Smári Björnsson kom inn á sem varamaður er Hartlepool gerði markalaust jafntefli við utandeildarlið Vauxhall Motors. Eins og nafnið gefur til kynna var liðið fyrst um sinn skipað leikmönnum frá Vauxhall-bílaframleiðandanum í Bretlandi.

Ekkert gengur hjá Plymouth, liðs Kára Árnasonar, en liðið tapaði 4-0 fyrir Swindon á heimavelli í dag og er því úr leik. Kári tók út leikbann í dag.

Liðin í ensku úrvalsdeildinni sem og B-deildinni sitja hjá í fyrstu umferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×