Íslenski boltinn

Umfjöllun: Framsigur án glæsibrags

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Daníel

Framarar fengu sannkallaða óskabyrjun á Íslandsmótinu en þeir unnu ÍBV 2-0 á Laugardalsvellinum í kvöld. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig hjá Eyjamönnum að komast í bæinn og leikur þeirra gegn Fram var einnig langt frá því vandræðalaus.

Tómas Leifsson og Ívar Björnsson skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Mark Tómasar kom strax eftir fjögurra mínútna leik en það var í skrautlegra lagi. Hann ætlaði sér að senda boltann fyrir en sendingin varð að prýðilegu skoti og söng í markinu.

Fyrri hálfleikurinn var langt frá því fallegur en það lagaðist örlítið í þeim síðari. Sérstaklega áttu Eyjamenn í vandræðum með að ná upp spili og of margar feilsendingar innan liðsins.

Tryggvi Guðmundsson var alls ekki að finna sig í fyrsta leik og á miðjunni voru Framarar með yfirhöndina. Sprækastur hjá ÍBV var úkraínski sóknarmaðurinn Denis Sytnik sem átti hörkuskot í fyrri hálfleiknum sem Hannes Þór Halldórsson varði vel í horn.

Annars voru heimamenn klárlega sterkari í kvöld og unnu verðskuldað. Spilamennska Fram hefur ekkert breyst frá því í fyrra enda óþarfi að breyta því sem er að ganga vel. Tómas Leifsson var að finna sig vel og liðið heldur áfram að vinna saman líkt og vél. Liðið þurfti þó ekki að eiga neinn glæsileik til að vinna í kvöld.

Fram - ÍBV 2-0

1-0 Tómas Leifsson (4.)

2-0 Ívar Björnsson (56.)

Áhorfendur: 750

Dómari: Jóhannes Valgeirsson 8

Skot (á mark): 14-11 (7-4)

Varin skot: Hannes 4 - Albert 5

Horn: 4-4

Aukaspyrnur fengnar: 12-11

Rangstöður: 4-1

Fram 4-3-3

Hannes Þór Halldórsson 7

Daði Guðmundsson 7

Kristján Hauksson 6

Jón Guðni Fjóluson 6

Sam Tillen 6

Halldór Hermann Jónsson 6

Jón Gunnar Eysteinsson 6

Almarr Ormarsson 5

Ívar Björnsson 7

(80. Hlynur Atli Magnússon -)

Tómas Leifsson 8 - Maður leiksins

(66. Josep Tillen 5)

Hjálmar Þórarinsson 5

(88. Guðmundur Magnússon -)

ÍBV 4-3-3

Albert Sævarsson 4

Eiður Aron Sigurbjörnsson 5

Andri Ólafsson 6

Yngvi Borgþórsson 6

Matt Garner 5

Finnur Ólafsson 5

Tonny Mawejje 5

(58. Gauti Þorvarðarson 6)

Tryggvi Guðmundsson 5

(68. Anton Bjarnason 6)

Eyþór Helgi Birgisson 4

(76. Hjálmar Viðarsson -)

Þórarinn Ingi Valdimarsson 6

Denis Sytnik 7




Tengdar fréttir

Tryggvi: Þetta var enginn glansleikur

Tryggvi Guðmundsson fór meiddur af velli í kvöld þegar ÍBV tapaði 2-0 fyrir Fram. Tryggvi fann sig ekki í leiknum frekar en flestir samherjar hans.

Þorvaldur: Það er alltaf gott að sigra

Þorvaldur Örlyggson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin þrjú gegn ÍBV í kvöld. „Það er alltaf gott að sigra en það er óþarfi að leggja of mikið á byrjunina og vonandi að við getum haldið þessu áfram í næsta leik," sagði Þorvaldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×