Íslenski boltinn

Tómas: Gaman að byrja sterkur hjá nýju félagi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tómas Leifsson byrjar vel hjá Fram.
Tómas Leifsson byrjar vel hjá Fram.

„Það er mjög gott að skora í fyrsta leik og mjög gaman að byrja sterkt hjá nýju félagi," sagði Tómas Leifsson eftir 2-0 sigur Fram gegn ÍBV í kvöld.

Tómas kom til Fram frá Fjölni og skoraði fyrra markið í kvöld. Hann ætlaði þó ekki að skjóta á markið. „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið áætlað, ég ætlaði að gefa fyrir og þetta endaði svona fallega," sagði Tómas.

Hann telur Safamýrarliðið hafa gæði til að enda ofar en spár segja til um. „Já, ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar en við teljum okkur klárlega geta verið ofar en fimmta sæti eins og okkur er spáð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×