Milljarðs dala konan 10. desember 2010 08:00 Þrátt fyrir fréttir um annað er ferill Jessicu Simpson í fínu formi. Þó ekki söngferillinn. Jessica Simpson hefur ekki náð sér á strik í tónlistarbransanum undanfarin ár. Hún gerði misheppnaða tilraun til að gerast kántrísöngkona fyrir tveimur árum og fréttir af óánægðum tónleikagestum bárust eins og eldur í sinu um netheima. Tilraunin reyndist vera salt í sár Simpson, sem virtist ennþá vera að jafna sig á skilnaði sínum og söngvarans Nick Lachey árið 2005. Ástarmál hennar hafa verið mikið milli tannanna á fólki undanfarin misseri, rétt eins og þyngd hennar, en hún hefur bætt á sig nokkrum kílóum eftir að hafa verið í ótrúlegu formi í kvikmyndinni Dukes of Hazzard. Þeim sem töldu að hún hafi náð hápunkti ferils síns þá skjátlast. Simpson virðist ekki ætla að rétta úr kútnum tónlistarlega í bráð, en hún sendi nýlega frá sér jólaplötu, sem verður seint talið suðupottur sköpunar og frumleika. En það er fatalína Simpson, The Jessica Simpson Collection, sem hefur selst fyrir meira en 750 milljónir dala á árinu. Samkvæmt tískuritinu WWD stefnir línan í að vera fyrsta frægðarfólksfatalínan (e. celebrity) sem selst fyrir milljarð dala - 115 milljarða íslenskra króna. Af þessum peningum fær Simpson 100 milljónir dala í sinn hlut á árinu. Ágætis árslaun það. Vince Camuto, stofnandi og forstjóri Camuto Group, sem heldur utan um fatalínu Simpson, segir fólki líka vel við Jessicu Simpson og líta á hana sem tískufyrirmynd. „Hún er stelpan í næsta húsi og er með frábærar vörur í boði,“ segir hann. Simpson er ekki ein á markaðnum og er í samkeppni við dívur á borð við Jennifer Lopez, Madonnu, Victoriu Beckham og Gwen Stefani. Simpson er að skilja þær eftir í reyknum og von er á að milljarðs dala fatalína hennar stækki enn frekar á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Jessica Simpson hefur ekki náð sér á strik í tónlistarbransanum undanfarin ár. Hún gerði misheppnaða tilraun til að gerast kántrísöngkona fyrir tveimur árum og fréttir af óánægðum tónleikagestum bárust eins og eldur í sinu um netheima. Tilraunin reyndist vera salt í sár Simpson, sem virtist ennþá vera að jafna sig á skilnaði sínum og söngvarans Nick Lachey árið 2005. Ástarmál hennar hafa verið mikið milli tannanna á fólki undanfarin misseri, rétt eins og þyngd hennar, en hún hefur bætt á sig nokkrum kílóum eftir að hafa verið í ótrúlegu formi í kvikmyndinni Dukes of Hazzard. Þeim sem töldu að hún hafi náð hápunkti ferils síns þá skjátlast. Simpson virðist ekki ætla að rétta úr kútnum tónlistarlega í bráð, en hún sendi nýlega frá sér jólaplötu, sem verður seint talið suðupottur sköpunar og frumleika. En það er fatalína Simpson, The Jessica Simpson Collection, sem hefur selst fyrir meira en 750 milljónir dala á árinu. Samkvæmt tískuritinu WWD stefnir línan í að vera fyrsta frægðarfólksfatalínan (e. celebrity) sem selst fyrir milljarð dala - 115 milljarða íslenskra króna. Af þessum peningum fær Simpson 100 milljónir dala í sinn hlut á árinu. Ágætis árslaun það. Vince Camuto, stofnandi og forstjóri Camuto Group, sem heldur utan um fatalínu Simpson, segir fólki líka vel við Jessicu Simpson og líta á hana sem tískufyrirmynd. „Hún er stelpan í næsta húsi og er með frábærar vörur í boði,“ segir hann. Simpson er ekki ein á markaðnum og er í samkeppni við dívur á borð við Jennifer Lopez, Madonnu, Victoriu Beckham og Gwen Stefani. Simpson er að skilja þær eftir í reyknum og von er á að milljarðs dala fatalína hennar stækki enn frekar á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira