Innlent

Sex af tíu vilja fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm

Alls vilja 61,2 prósent landsmanna ákæra einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórninni sem sat við völd í hruninu. Aðeins meðal stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks er meirihluti fylgjandi ákærum.
Alls vilja 61,2 prósent landsmanna ákæra einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórninni sem sat við völd í hruninu. Aðeins meðal stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks er meirihluti fylgjandi ákærum. Mynd/GVA
Ríflega sex af hverjum tíu landsmönnum vilja að einhverjir af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu verði ákærðir fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi.

Alls sögðust 61,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vilja ákæra einhvern ráðherra fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki ákæra neinn af ráðherrunum.

Mikill munur er á afstöðu fólks til ákæranna eftir því hvaða stjórnmálaflokk það sagðist styðja. Þannig vildi meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks ákæra einhvern af ráðherrunum fyrrverandi.

Stuðningsmenn Samfylkingarinnar skiptast í tvö horn. Tæpur helmingur vill ákæra ráðherra en rúmur helmingur vill það ekki. Um fjórðungur sjálfstæðismanna vill ákæra ráðherra, en þrír af hverjum fjórum segjast andvígir því.

Ekki er tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu fylgismanna annarra flokka. Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni tók afstöðu til spurningarinnar, tæplega 80 prósent. Afstaða fólks virðist ekki fara eftir kynferði, svipað hlutfall karla og kvenna vill ákæra ráðherrana.

Þingnefnd undir forystu Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, þríklofnaði í afstöðu sinni til þess hvort ákæra ætti ráðherrana.- bj /

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.