Fótbolti

Capello trompast á hliðarlínunni - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beckham hlær hér að töktum Capello.
Beckham hlær hér að töktum Capello.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er alvörugefinn maður sem er ekkert allt of duglegur við að brosa. Það er nánast fréttaefni þegar hann brosir.

Hann er einnig mikil tilfinningavera og lifir sig inn í leiki enska liðsins af lífi og sál.

Búið er að setja saman myndband sem sýnir tilfinningahita Capello. Stuart Pearce, sem er kallaður Psycho, fær þar óblíðar móttökur meðal annars frá Capello.

Hann skipar honum að setjast og hendir honum síðan á fætur jafn harðan. Algjörlega stórkostlegt atriði.

Hægt er að sjá þetta skemmtilega myndband hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×