Fótbolti

Özil hefur verið betri en Messi á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. Nordic Photos / AFP

Klaus Allofs, framkvæmdarstjóri Werder Bremen, telur að þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil hafi verið betri en Lionel Messi á HM í Suður-Afríku.

Özil hefur verið frábær í leikjum Þýskalands til þessa á HM en liðið mætir næst Messi og félögum í argentínska landsliðinu í fjórðungsúrslitum.

„Ég hef ekki séð neinn á HM spila betur en Özil. Hann er ótrúlegur leikmaður og sannarlega í heimsklassa. Það hefur enginn verið betri en hann í Suður-Afríku, ekki einu sinni Lionel Messi," sagði Alfons.

Özil hefur verið orðaður við sum stærstu félög Evrópu, til að mynda Inter og Barcelona. Hann er 21 árs gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×