Níutíu tónleikar á einu ári 17. desember 2010 23:15 Hljómsveitin heldur síðustu tónleika sína á árinu í Tjarnarbíói á sunnudag. fréttablaðið/stefán Sóley Stefánsdóttir og félagar í hljómsveitinni Seabear lentu í ýmsum ævintýrum á tónleikaferðalögum sínum á árinu. Þau hittu meðal annars hjón sem kváðust hafa gift sig við tóna sveitarinnar. Hljómsveitin Seabear heldur sína nítugustu og síðustu tónleika á árinu í Tjarnarbíói á sunnudagskvöld. Sveitin hefur spilað vítt og breitt um Evrópu og í Bandaríkjunum síðan platan We Built A Fire kom út í mars. Hún fékk meðal annars fjórar stjörnur í tímaritinu Q. „Þetta er svolítið brjálæði þegar maður hugsar út í það,“ segir Sóley Stefánsdóttur um tónleikaferðina sem lauk fyrir nokkrum vikum. „Þetta tekur rosalega á. Maður fer út í tvær vikur til að keyra á fullu og spila. Svo kemur maður heim og þarf allt í einu að fara að lifa eðlilegu lífi. En ég myndi ekki vilja skipta á þessu og einhverju öðru.“ Seabear spilaði síðast í Póllandi og voru það fyrstu tónleikar sveitarinnar þar. „Það var svolítið öðruvísi og annað en ég bjóst við. Pólverjarnir tóku okkur eins og rokkstjörnum. Þeir elska íslenska tónlist.“ Sóley minnist einnig hjóna sem þau hittu á tónleikum í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Þau sögðust hafa gift sig við lag Seabear, I Sing I Swim, enda hljómaði lagið á fyrsta stefnumóti þeirra. „Þau stóðu fremst og grétu,“ segir Sóley sem var mjög undrandi yfir þessari uppákomu. Fram undan hjá Seabear eru lagasmíðar vegna nýrrar plötu sem þau vonast til að gefa út 2012. Á næsta ári ætlar forsprakkinn Sindri einnig að gefa út nýja sólóplötu í mars og Sóley er sömuleiðis að undirbúa sólóplötu. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 21 og kostar 2.000 kr. inn. Forsala miða fer fram í Tjarnarbíói frá 13 til 15 og á Midi.is. freyr@frettabladid.is Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Sóley Stefánsdóttir og félagar í hljómsveitinni Seabear lentu í ýmsum ævintýrum á tónleikaferðalögum sínum á árinu. Þau hittu meðal annars hjón sem kváðust hafa gift sig við tóna sveitarinnar. Hljómsveitin Seabear heldur sína nítugustu og síðustu tónleika á árinu í Tjarnarbíói á sunnudagskvöld. Sveitin hefur spilað vítt og breitt um Evrópu og í Bandaríkjunum síðan platan We Built A Fire kom út í mars. Hún fékk meðal annars fjórar stjörnur í tímaritinu Q. „Þetta er svolítið brjálæði þegar maður hugsar út í það,“ segir Sóley Stefánsdóttur um tónleikaferðina sem lauk fyrir nokkrum vikum. „Þetta tekur rosalega á. Maður fer út í tvær vikur til að keyra á fullu og spila. Svo kemur maður heim og þarf allt í einu að fara að lifa eðlilegu lífi. En ég myndi ekki vilja skipta á þessu og einhverju öðru.“ Seabear spilaði síðast í Póllandi og voru það fyrstu tónleikar sveitarinnar þar. „Það var svolítið öðruvísi og annað en ég bjóst við. Pólverjarnir tóku okkur eins og rokkstjörnum. Þeir elska íslenska tónlist.“ Sóley minnist einnig hjóna sem þau hittu á tónleikum í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Þau sögðust hafa gift sig við lag Seabear, I Sing I Swim, enda hljómaði lagið á fyrsta stefnumóti þeirra. „Þau stóðu fremst og grétu,“ segir Sóley sem var mjög undrandi yfir þessari uppákomu. Fram undan hjá Seabear eru lagasmíðar vegna nýrrar plötu sem þau vonast til að gefa út 2012. Á næsta ári ætlar forsprakkinn Sindri einnig að gefa út nýja sólóplötu í mars og Sóley er sömuleiðis að undirbúa sólóplötu. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 21 og kostar 2.000 kr. inn. Forsala miða fer fram í Tjarnarbíói frá 13 til 15 og á Midi.is. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira