Fótbolti

Blatter bað Englendinga afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Markið fræga sem fékk ekki að standa.
Markið fræga sem fékk ekki að standa. Nordic Photos / Getty Images

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið enska knattspyrnusambandið afsökunar vegna marksins fræga gegn Þýskalandi og segir að til greina komi að innleiða marklínutækni síðar.

England tapaði fyrir Þýskalandi, 4-1, í 16-ilða úrslitum HM í Þýskalandi um helgina. Í stöðunni 2-1 skoraði Frank Lampard mark sem var ekki dæmt gilt.

Lampard átti skot að marki sem hafnaði í slánni og fór inn fyrir marklínuna áður en boltinn skoppaði út úr markinu á ný.

„Það er augljóst að eftir þessa reynslu væri það fásinna að taka ekki upp umræðuna um marklínutækni á ný," sagði Blatter sem sagði að málið yrði tekið upp á fundi alþjóðanefndar FIFA í júlí.

Síðar sama dag skoraði Carlos Tevez ólöglegt mark fyrir Argentínu gegn Mexíkó. Markið var ólöglegt þar sem að Tevez var rangstæður en Blatter hefur einnig beðist afsökunar á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×