Lífið

David Arquette stýrir skemmtiþætti

ný vinna David Arquette ætlar að stýra nýjum skemmtiþætti.
ný vinna David Arquette ætlar að stýra nýjum skemmtiþætti.
David Arquette, fyrrverandi eiginmaður Courteney Cox, er kominn með nýja vinnu. Hann stýrir skemmtiþætti að japanskri fyrirmynd sem gengur út á að keppendur gera sig að fíflum.

Þátturinn kallast Ranking the Stars og hópur keppenda, sem samanstendur af frægu fólki, mætir og metur hversu líklegt það er að þeir geri hitt eða þetta. Sem dæmi að taka er sennilegt að fræga fólkið þurfi að meta hvort það sé líklegt til að senda frá sér kynlífsmyndband og láta ljósmyndara vita af ferðum sínum til að komast í blöðin.

„Þessi þáttur snýst um að fræga fólkið hangi saman og taki niður grímurnar,“ segir framleiðandi þáttarins. „David er fullkominn í það. Einlægni hans skín í gegn og það hefur meira að segja komið honum um koll einstaka sinnum.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.