Lífið

Telur sig næsta Jackson

Usher finnst að fólk eigi að líkja honum við Michael Jackson.
Usher finnst að fólk eigi að líkja honum við Michael Jackson.
Söngvarinn Usher fer langleiðina með að segja að hann eigi að hljóta nafngiftina „poppkóngurinn“ sökum þess að Michael Jackson er látinn. „Við misstum Michael Jackson og það er pressa á mér sem ég vil standast. Ég vil vera viss um að fólk sjái að ég er virkilega að stíga upp og vonandi fer fólk að líkja mér við Michael Jackson.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Usher talar um að taka við sem hinn næsti Jackson. „Ég er búinn að vera í bransanum í átján ár. Michael var fimmtíu ár í poppinu og ég stefni að því sama. En á sama tíma er ég einstakur.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.