Enski boltinn

Man. City komst áfram í bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn City fagna glæsimarki Sylvinho.
Leikmenn City fagna glæsimarki Sylvinho.

Manchester City er komið í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar eftir sigur, 2-4, á Scunthorpe United.

Sigurinn var nokkuð torsóttur enda gaf Scunthorpe ekkert eftir og seldi sig dýrt í leiknum.

Martin Petrov kom City yfir á 3. mínútu en Paul Hayes jafnaði þegar hálftími var liðinn af leiknum. Nedum Onuoha kom City síðan yfir á ný rétt fyrir hlé.

Sylvinho skoraði með þrumufleyg á 57. mínútu og kom City í 1-3. Enn neitaði Scunthorpe að gefast upp og liðið minnkaði muninn á 69. mínútu er Dedryck Boyata skoraði sjálfsmark.

Brasilíumaðurinn Robinho kláraði síðan leikinn sex mínútum fyrir leikslok fyrir City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×