Erlent

Hafa sannanir fyrir þátttöku talibana

Tíu manns fórust skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans í gær, líklega í árás Bandaríkjamanna..
Tíu manns fórust skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans í gær, líklega í árás Bandaríkjamanna..
Bandarísk stjórnvöld segjast hafa sönnunargögn þess efnis að talibanar hafi staðið á bak við hina misheppnuðu sprengjuárás á Times Square-torginu í New York. „Við vitum að þeir veittu aðstoð vegna árásarinnar. Við vitum að þeir áttu þátt í að stjórna henni,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. „Ég býst við að við munum finna sönnunargögn sem sýna að þeir aðstoðuðu við fjármögnun hennar. Þeir áttu mikinn þátt í skipulagningunni.“

Talið er að Faisal Shahzad, sem hefur verið handtekinn vegna árásarinnar, hafi dvalið í fimm mánuði í Pakistan þar sem hann undirbjó sig.

Í gær fórust tíu manns skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans eftir að eldflaugum var skotið þangað. Talið er að Bandaríkjaher hafi staðið á bak við verknaðinn. Þetta er fyrsta árásin sem er gerð á þessu svæði eftir að sprengjuárásin á Times Square í New York mistókst.- fb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×