Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2025 11:11 Elon Musk (t.v.) ávarpaði tugi þúsunda mótmælenda á útifundi í London um helgina. Þar sagði hann fólki meðal annars að búa sig undir að deyja eða berjast. Vísir Breskir stjórnmálamenn fordæma eldfim ummæli Elon Musk, eins auðugasta mannst í heimi, á mótmælafundi gegn útlendingum í London um helgina. Meðal annars er kallað eftir að stjórnvöld beiti Musk refsiaðgerðum. Musk ávarpaði mótmælendur í gegnum fjarfundarbúnað og kallaði eftir því að breska þingið yrði leyst upp og skipt um ríkisstjórn vegna þess að hún hefði brugðist í innflytjendamálum. Skilaboð Musk til mótmælenda um að „ofbeldi er á leið til ykkar“ og að þeir þyrftu að „berjast eða deyja“ hafa mælst sérlega illa fyrir hjá breskum stjórnmálamönnum. Jacqui Smith, jafnréttisráðherra, sagði ummælin hætuleg og röng. Peter Kyle, viðskiptaráðherra, sagði þau illskiljanleg og algerlega óviðeigandi. Þau sýndu þó að tjáningarfrelsið lifði góðu lífi í Bretlandi en fjarhægrimenn þar og víðar halda því jafnan fram að þeir sæti þöggun og skoðanakúgun. Ed Davey, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frjálslyndra demókrata, talaði fyrir því að ríkisstjórnin beitti Musk og fyrirtæki hans refsiaðgerðum fyrir að ala á sundrung og æsa til ofbeldis í Bretlandi. Hvatti hann leiðtoga hægriflokkanna Íhaldsflokksins og Umbótaflokksins til þess að fordæma ummæli sömuleiðis. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Musk, aðeins að rétturinn til friðsamlegra mótmæla væri á meðal grunngilda bresks samfélags. Ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði þó ekki liðið. Á þriðja tug lögreglumanna særðist í átökum við mótmælendur. Skipulagt af þekktum hægriöfgamanni Lundúnalögreglan áætlar að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á laugardag. Yfirskrift þeirra var „Sameinum konungsveldið“. Þetta er talin stærsta samkoma breskra þjóðernissinna í áratugi. Öfgahægrimaðurinn og fjársvikarinn Stephen Yaxley-Lennon skipulagði viðburðinn. Hann gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson en hann stofnaði áður hægriöfgasamtökin Enska varnarbandalagið. Það barðist fyrst og fremst gegn múslimum í Bretlandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Musk ljáir rödd sína málstað flokka og samtaka yst á hægri jaðrinum. Hann barðist fyrir kjöri Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og talaði máli Valkosts fyrir Þýskaland í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi í vetur. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem Musk blandaði sér í bresk stjórnmál. Í fyrra sagði hann borgarastríð óumflýjanlegt í kjölfar óeirða hægrijaðarhópar eftir að ungur maður stakk þrjú börn til bana í bænum Southport. Það byggðist á röngum fullyrðingum um að morðinginn væri hælisleitandi og múslimi. Raunverulega var hann fæddur í Wales, sonur kristinna foreldra sem komu upphaflega frá Rúanda og hafði búið alla sína ævi á Bretlandi. Elon Musk Bretland England Tengdar fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32 Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Musk ávarpaði mótmælendur í gegnum fjarfundarbúnað og kallaði eftir því að breska þingið yrði leyst upp og skipt um ríkisstjórn vegna þess að hún hefði brugðist í innflytjendamálum. Skilaboð Musk til mótmælenda um að „ofbeldi er á leið til ykkar“ og að þeir þyrftu að „berjast eða deyja“ hafa mælst sérlega illa fyrir hjá breskum stjórnmálamönnum. Jacqui Smith, jafnréttisráðherra, sagði ummælin hætuleg og röng. Peter Kyle, viðskiptaráðherra, sagði þau illskiljanleg og algerlega óviðeigandi. Þau sýndu þó að tjáningarfrelsið lifði góðu lífi í Bretlandi en fjarhægrimenn þar og víðar halda því jafnan fram að þeir sæti þöggun og skoðanakúgun. Ed Davey, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frjálslyndra demókrata, talaði fyrir því að ríkisstjórnin beitti Musk og fyrirtæki hans refsiaðgerðum fyrir að ala á sundrung og æsa til ofbeldis í Bretlandi. Hvatti hann leiðtoga hægriflokkanna Íhaldsflokksins og Umbótaflokksins til þess að fordæma ummæli sömuleiðis. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Musk, aðeins að rétturinn til friðsamlegra mótmæla væri á meðal grunngilda bresks samfélags. Ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði þó ekki liðið. Á þriðja tug lögreglumanna særðist í átökum við mótmælendur. Skipulagt af þekktum hægriöfgamanni Lundúnalögreglan áætlar að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á laugardag. Yfirskrift þeirra var „Sameinum konungsveldið“. Þetta er talin stærsta samkoma breskra þjóðernissinna í áratugi. Öfgahægrimaðurinn og fjársvikarinn Stephen Yaxley-Lennon skipulagði viðburðinn. Hann gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson en hann stofnaði áður hægriöfgasamtökin Enska varnarbandalagið. Það barðist fyrst og fremst gegn múslimum í Bretlandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Musk ljáir rödd sína málstað flokka og samtaka yst á hægri jaðrinum. Hann barðist fyrir kjöri Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og talaði máli Valkosts fyrir Þýskaland í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi í vetur. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem Musk blandaði sér í bresk stjórnmál. Í fyrra sagði hann borgarastríð óumflýjanlegt í kjölfar óeirða hægrijaðarhópar eftir að ungur maður stakk þrjú börn til bana í bænum Southport. Það byggðist á röngum fullyrðingum um að morðinginn væri hælisleitandi og múslimi. Raunverulega var hann fæddur í Wales, sonur kristinna foreldra sem komu upphaflega frá Rúanda og hafði búið alla sína ævi á Bretlandi.
Elon Musk Bretland England Tengdar fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32 Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32
Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51