Fótbolti

Malouda: Voru mistök að fara í verkfall

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Florent Malouda í leiknum gegn Suður-Afríku.
Florent Malouda í leiknum gegn Suður-Afríku. Nordic Photos / Getty Images

Florent Malouda hefur viðurkennt að það voru mistök hjá franska landsliðinu að fara í verkfall og neita að æfa á HM í Suður-Afríku.

Frakkar neituðu að æfa skömmu fyrir mikilvægan leik gegn Suður-Afríku eftir að Nicolas Anelka var rekinn úr liðinu fyrir að rífast við Raymond Domenech landsliðsþjálfara.

Svo fór að Frakkar töpuðu fyrir Suður-Afríku og urðu neðstir í A-riðli með aðeins eitt stig.

„Þetta var röng ákvörðun. Þetta er nú búið og við erum að hugsa um framtíðina," sagði Malouda við enska fjölmiðla.

„Þetta var mjög slæmt mál sem fór algerlega úr böndunum. Ég skil ekki hvernig það var hægt að kenna öllu því sem miður fór um þetta eina atvik. Leikmenn þurfa allir að taka sína ábyrgð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×