Fótbolti

Beckenbauer: Þjóðverjar betri á öllum sviðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Beckenbauer hélt upp á sigur Þjóðverja með því að taka þátt í golfmóti í dag.
Beckenbauer hélt upp á sigur Þjóðverja með því að taka þátt í golfmóti í dag. Nordic Photos / Getty Images

Franz Beckenbauer sagði að Þjóðverjar hafi verið betri en Englendingar á öllum sviðum knattspyrnunnar þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku.

Þýskaland vann leikinn, 4-1, en það er stærsta tap Englands í úrslitakeppni stórmóts frá upphafi.

„Englendingarnir voru yfirbugaðir - þeir gátu bara ekki komist úr þessu leikkerfi sem þeir voru fastir í," sagði Beckenbauer sem hefur verið duglegur að gagnrýna enska landsliðið í Suður-Afríku.

„Við tókum þá í sundur. Við vorum einfaldlega betri á öllum sviðum."

Hann viðurkenndi þó eðlilega að Frank Lampard skoraði löglegt mark í stöðunni 2-1 sem fékk ekki að standa. „Línuvörðurinn verður að sjá þetta mark aftur. Þetta var auðvitað löglegt mark. En sem betur fer náðum við að bæta við tveimur til viðbótar því annars væri umræðan um þetta atvik mun meiri."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×