Lífið

Þögull sem gröfin

Kevin Spacey hefur aldrei viljað tjá sig um kynhneigð sína opinberlega.
Nordicphotos/getty
Kevin Spacey hefur aldrei viljað tjá sig um kynhneigð sína opinberlega. Nordicphotos/getty

Óskarverðlaunahafinn Kevin Spacey hefur ávallt neitað að ræða kynhneigð sína opinberlega og það hefur ekki breyst með árunum. Í viðtali við vefritið The Daily Beast er Spacey spurður út í kynhneigð sína og líkt og áður neitaði leikarinn að svara.

„Þótt ég hafi búið í Englandi undanfarin sjö ár er ég enn þá bandarískur ríkisborgari og hef því fullan rétt á að halda mínum einkamálum frá fjölmiðlum. Fólk lifir lífi sínu á sinn hátt og ég hef kosið að lifa mínu lífi fjarri vökulu auga fjölmiðlanna. Þó ég vilji ekki að fólk ræði kynhneigð mína á opinberum vettvangi þýðir það ekki að ég lifi í einhvers konar lygi,“ sagði leikarinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.