Lífið

Morrissey tekur undir með Marr

Morrissey hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart yfirstéttinni.
Morrissey hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart yfirstéttinni.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fékk á baukinn hjá Johnny Marr, gítarleikara hinnar sálugu hljómsveitar The Smiths, í síðustu viku. Marr sagði tónlist hljómsveitarinnar ekki vera fyrir Cameron, sem lýsti nýlega yfir að hann væri aðdáandi The Smiths.

Söngvari The Smiths, sérvitringurinn Morrissey, tekur undir með Marr í bréfi sem hann birtir á aðdáendasíðunni True to You. Markar bréfið ákveðin tímamót þar sem þeir félagar hafa ekki verið sammála um margt undanfarin misseri.

„Ég styð Johnny Marr í þessu, ef ég má,“ ritaði Morrissey. „David Cameron skýtur og drepur dýr – sér til ánægju, af því er virðist. Plöturnar Meat is Murder og The Queen is Dead voru ekki gerðar fyrir þannig fólk. Þær voru raunar gerðar gegn slíku ofbeldi.“

Morrissey var ekki hættur og skaut föstum skotum á Vilhjálm prins og unnustu hans Kate Middleton. „Vilhjálmur og Kate eru reyndar svo leiðinlegt fólk að það er ómögulegt að ræða þau, en hann hefur samt setið fyrir á mynd með dauðum vísundi sem hann skaut eins og skræfa úr öruggri fjarlægð.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.