Fótbolti

Ríkisstjórn Frakklands má ekki skipta sér af landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Suss. Bachelot íþróttamálaráðherra hefur verið beðin um að tala ekki of mikið.
Suss. Bachelot íþróttamálaráðherra hefur verið beðin um að tala ekki of mikið.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett sig í samband við íþróttamálaráðherra Frakklands og minnt hana á að skipta sér ekki af málefnum franska landsliðsins í knattspyrnu.

Roselyne Bachelot íþróttamálaráðherra lét hafa eftir sér á dögunum að franska ríkisstjórnin yrði að skipta sér af málefnum landsliðsins eftir að allt sprakk í loft upp á HM.

Reglur FIFA segja aftur á móti að ríkisstjórnir megi ekki skipta sér af málefnum knattspyrnusambanda og því hefur FIFA beðið ráðherrann um að ganga ekki of langt í afskiptum sínum.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×