Lagst gegn friðlýsingu hluta Geysissvæðisins 10. nóvember 2010 05:00 geysir Hverasvæðið á Geysi er tæpir tuttugu hektarar. Um tveir hektarar er skiki sem alfarið er eign ríksins. Hinn hlutann á ríkið í óskiptri sameign með fjölda annarra eigenda. Samtals svarar eignarhlutur ríkisins til um sjö hektara. Áætlun um að friða þann hluta Geysissvæðisins sem er í eigu ríkisins hefur verið gerð hjá Umhverfisstofnun. Bláskógabyggð leggst gegn friðun á svæðinu þar til samkomulag næst milli allra sem eiga þar land. „Þarna eru mjög margir eigendur og mismunandi hagsmunir í gangi,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar. Sá hluti Geysisvæðisins sem ríkið á ekki eitt og sér er í óskiptri sameign fjölmargra einstaklinga auk ríkisins. Um langt árabil hefur ríkið viljað kaupa þessa meðeigendur út. Snemma árs 2008 voru samningar komnir á lokastig. Meðal annars lá fyrir samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um að veita heitu vatni til íbúanna frá Efri-Reykjum enda vill ríkið stöðva notkun á heitu vatni af Geysissvæðinu. „Hrunið gerði það að verkum að það bökkuðu allir út úr því. Það er ákveðin þreyta í sumum með það að það verði aldrei neinar niðurstöður,“ segir Drífa. Stefnt er að því að friðlýsa allt Geysissvæðið sem er tæpir tuttugu hektarar en nú er ætlunin að friðlýsa aðeins þá ríflega tvo hektara sem ríkið á eitt. Sá skiki nær utan um hverina Geysi, Strokk og Blesa. Markmiðið er meðal annars að stuðla að varðveislu hvera, örvera og sérstæðs gróðurs. Byggðaráð Bláskógabyggðar telur að bíða eigi með friðunina. „Ég sá bara ekki tilganginn í því að búa til leiðindi og ögra. Á meðan við erum að tala saman er óþarfi að taka pínulítið frímerki út úr svæðinu og friðlýsa það. Menn geta gert það þegar þeir vilja en eignarhaldið þarf að lagfæra,“ segir Drífa oddviti. „Þetta svæði er hálf móðurlaust og staðreyndin er sú að það er ekki friðlýst. Vegna þess hversu langan tíma tekið hefur að friða svæðið í heild lögðum við þessa friðlýsingu á skika ríkins til við umhverfisráðuneytið, segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sem kveðst skilja afstöðu Bláskógabyggðar og að ekki verði gengið gegn vilja sveitarfélagsins: „En jafnframt viljum við taka málið upp aftur ef það lítur ekki út fyrir að þetta muni nást fram innan skynsamlegra tímamarka. Það má ekki gleyma því að ríkið á þarna ákveðna spildu og okkur finnst eðlilegt að sá hluti sé þá að minnsta kosti friðlýstur þannig að Umhverfisstofnun hafi skýra aðkomu og skyldur á svæðinu.“ Þórður Ólafsson, formaður nefndar um Geysi, segist bjartsýnn á að þráðurinn um uppkaup landsins og jarðhitaréttindanna verði tekinn upp að nýju. gar@frettabladid.is Drífa Kristjánsdóttir Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Áætlun um að friða þann hluta Geysissvæðisins sem er í eigu ríkisins hefur verið gerð hjá Umhverfisstofnun. Bláskógabyggð leggst gegn friðun á svæðinu þar til samkomulag næst milli allra sem eiga þar land. „Þarna eru mjög margir eigendur og mismunandi hagsmunir í gangi,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar. Sá hluti Geysisvæðisins sem ríkið á ekki eitt og sér er í óskiptri sameign fjölmargra einstaklinga auk ríkisins. Um langt árabil hefur ríkið viljað kaupa þessa meðeigendur út. Snemma árs 2008 voru samningar komnir á lokastig. Meðal annars lá fyrir samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um að veita heitu vatni til íbúanna frá Efri-Reykjum enda vill ríkið stöðva notkun á heitu vatni af Geysissvæðinu. „Hrunið gerði það að verkum að það bökkuðu allir út úr því. Það er ákveðin þreyta í sumum með það að það verði aldrei neinar niðurstöður,“ segir Drífa. Stefnt er að því að friðlýsa allt Geysissvæðið sem er tæpir tuttugu hektarar en nú er ætlunin að friðlýsa aðeins þá ríflega tvo hektara sem ríkið á eitt. Sá skiki nær utan um hverina Geysi, Strokk og Blesa. Markmiðið er meðal annars að stuðla að varðveislu hvera, örvera og sérstæðs gróðurs. Byggðaráð Bláskógabyggðar telur að bíða eigi með friðunina. „Ég sá bara ekki tilganginn í því að búa til leiðindi og ögra. Á meðan við erum að tala saman er óþarfi að taka pínulítið frímerki út úr svæðinu og friðlýsa það. Menn geta gert það þegar þeir vilja en eignarhaldið þarf að lagfæra,“ segir Drífa oddviti. „Þetta svæði er hálf móðurlaust og staðreyndin er sú að það er ekki friðlýst. Vegna þess hversu langan tíma tekið hefur að friða svæðið í heild lögðum við þessa friðlýsingu á skika ríkins til við umhverfisráðuneytið, segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sem kveðst skilja afstöðu Bláskógabyggðar og að ekki verði gengið gegn vilja sveitarfélagsins: „En jafnframt viljum við taka málið upp aftur ef það lítur ekki út fyrir að þetta muni nást fram innan skynsamlegra tímamarka. Það má ekki gleyma því að ríkið á þarna ákveðna spildu og okkur finnst eðlilegt að sá hluti sé þá að minnsta kosti friðlýstur þannig að Umhverfisstofnun hafi skýra aðkomu og skyldur á svæðinu.“ Þórður Ólafsson, formaður nefndar um Geysi, segist bjartsýnn á að þráðurinn um uppkaup landsins og jarðhitaréttindanna verði tekinn upp að nýju. gar@frettabladid.is Drífa Kristjánsdóttir
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira