Erlent

Passið á ykkur hausinn

Óli Tynes skrifar
Ferðamenn streyma í Coloseum.
Ferðamenn streyma í Coloseum. Mynd/AP

Ferðamenn eru þegar farnir að flykkjast til Rómar enda hlýtt og notalegt þar á þessum árstíma.

Fornleifayfirvöld hafa af því nokkrar áhyggjur að á undanförnum dögum hefur þrisvar hrunið úr veggjum hringleikahússins mikla.

Það er einn af vinsælustu ferðamannastöðum í borginni. Ekki þykir því tækt að loka því fyrir umferð.

Eftirlitsmenn verða þó sendir til þess að skoða forna veggina og tjasla uppá þá, ef ástæða er til.

Og svo ef einhver fær stein í hausinn er það náttúrlega ekkert nýtt að blóði sé úthellt í þessu mannvirki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×