Lífið

Eminem reynir við hvíta tjaldið á ný

Aftur Eminem hyggst reyna við kvikmyndaleik á ný eftir átta ára fjarveru.
Aftur Eminem hyggst reyna við kvikmyndaleik á ný eftir átta ára fjarveru.
Eminem hyggst hasla sér völl í kvikmyndaleik á ný og hefur að sögn vefsíðunnar thewrap.com tekið að sér hlutverk hnefaleikakappa í kvikmyndinni Southpaw sem Dreamworks ætlar að framleiða.

Kurt Sutter, þekktastur fyrir Sons of Anarchy, hefur tekið að sér að skrifa handritið. Myndin fjallar um hnefaleikakappa sem er á leið á toppinn þegar áfall dynur yfir fjölskylduna. Hann reynir síðan að blása nýjum glæðum í feril sinn til þess eins að vinna dóttur sína á sitt band.

Ekki er enn ljóst hver muni leikstýra myndinni né hvenær myndin verður frumsýnd.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.