Enski boltinn

Man. City lánar Robinho til Santos

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Man. City hefur staðfest að framherjinn Robinho verði lánaður til brasilíska félagsins Santos næstu sex mánuðina. Robinho fer til heimalandsins næsta sunnudag.

Santos mun taka yfir launapakka Robinho sem er ansi feitur. Robinho vildi fá fast sæti í liði Man. City en ekki var hægt að lofa honum því.

Hann var óánægður með það og því var ákveðið að lána hann. Robinho kom til City sumarið 2008 fyrir 32,5 milljónir punda en hefur engan veginn skilað þeim peningum til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×