Stjórnarfylgið minna en fyrst eftir hrunið 20. mars 2010 05:15 Stuðningurinn við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er 38,9 prósent, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins á fimmtudag. Þetta er minnsta fylgi ríkisstjórnarinnar frá því að hún tók við völdum 1. febrúar á síðasta ári. Í fyrstu könnuninni sem gerð var eftir myndun stjórnarinnar mældist fylgið 55 prósent. Stuðningurinn við ríkisstjórnina er minni en síðustu ríkisstjórnir eiga að venjast, þó til séu dæmi um slíkar tölur. Í ársbyrjun 2008, þegar stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, undir forystu Geirs Haarde, hafði starfað í tæpt ár studdu hana sjö af hverjum tíu. Um sumarið það ár var stuðningurinn kominn í rétt rúm 50 prósent. Þremur vikum eftir hrun bankanna, í október 2008, mældist stuðningur við stjórnina 41 prósent. Mánuði síðar var hann kominn niður í 32 prósent og í janúar 2009 var hann 20 prósent. Fáum dögum eftir þá könnun fór stjórnin frá og Samfylkingin og VG mynduðu minnihlutastjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Stuðningurinn við ríkisstjórnina nú er áþekkur þeim er stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mældist með í febrúar 2007. Því stjórnarsamstarfi lauk eftir kosningarnar þremur mánuðum síðar. Úr þessum niðurstöðum má lesa að almenningur hefur orðið fyrir vonbrigðum með störf ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG. Um 55 prósenta stuðningur við upphaf samstarfsins bendir til að talsverðar væntingar hafi verið bundnar við stjórnina en 39 prósentin nú sýna að hún hafi ekki staðið undir þeim væntingum. Ekki er óvarlegt að ætla að Icesave, atvinnumál og skuldaúrræði ráði talsverðu um afstöðu fólks til stjórnarinnar en þau mál hafa verið í brennidepli síðustu vikur og þykir mörgum hægt ganga. Vert er að benda á að könnunin var gerð degi eftir að ríkisstjórn kynnti úrræði sín til hjálpar heimilunum. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Stuðningurinn við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er 38,9 prósent, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins á fimmtudag. Þetta er minnsta fylgi ríkisstjórnarinnar frá því að hún tók við völdum 1. febrúar á síðasta ári. Í fyrstu könnuninni sem gerð var eftir myndun stjórnarinnar mældist fylgið 55 prósent. Stuðningurinn við ríkisstjórnina er minni en síðustu ríkisstjórnir eiga að venjast, þó til séu dæmi um slíkar tölur. Í ársbyrjun 2008, þegar stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, undir forystu Geirs Haarde, hafði starfað í tæpt ár studdu hana sjö af hverjum tíu. Um sumarið það ár var stuðningurinn kominn í rétt rúm 50 prósent. Þremur vikum eftir hrun bankanna, í október 2008, mældist stuðningur við stjórnina 41 prósent. Mánuði síðar var hann kominn niður í 32 prósent og í janúar 2009 var hann 20 prósent. Fáum dögum eftir þá könnun fór stjórnin frá og Samfylkingin og VG mynduðu minnihlutastjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Stuðningurinn við ríkisstjórnina nú er áþekkur þeim er stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mældist með í febrúar 2007. Því stjórnarsamstarfi lauk eftir kosningarnar þremur mánuðum síðar. Úr þessum niðurstöðum má lesa að almenningur hefur orðið fyrir vonbrigðum með störf ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG. Um 55 prósenta stuðningur við upphaf samstarfsins bendir til að talsverðar væntingar hafi verið bundnar við stjórnina en 39 prósentin nú sýna að hún hafi ekki staðið undir þeim væntingum. Ekki er óvarlegt að ætla að Icesave, atvinnumál og skuldaúrræði ráði talsverðu um afstöðu fólks til stjórnarinnar en þau mál hafa verið í brennidepli síðustu vikur og þykir mörgum hægt ganga. Vert er að benda á að könnunin var gerð degi eftir að ríkisstjórn kynnti úrræði sín til hjálpar heimilunum. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira