Enski boltinn

Eiður sagður nálgast Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með íslenska landsliðinu.
Eiður Smári í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Valli

Enn er fjallað um meintan áhuga Blackburn á Eiði Smára Guðjohnsen í enskum fjölmiðlum í dag.

The Sun segir að viðræður séu hafnar á milli Blackburn og AS Monaco í Frakklandi um möguleg kaup fyrrnefnda félagsins en Eiður hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til Frakklands í haust frá Barcelona á Spáni.

Kaupverðið er sagt vera um tvær milljónir punda.

Frétt The Sun um málið er reyndar afar stutt eins og sjá má hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×