Enski boltinn

Cardiff í fjárhagsvandræðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peter Ridsdale, stjórnarformaður Cardiff City.
Peter Ridsdale, stjórnarformaður Cardiff City. Nordic Photos / Getty Images
Ensk skattayfirvöld hafa krafist þess að enska B-deildarfélagið Cardiff City verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddra skatta.

Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem þetta gerist en síðast í desember komust forráðamenn félagsins að samkomulagi við skattayfirvöld um ógreidda skuld.

Málið verður tekið fyrir í rétti þann 10. febrúar næstkomandi en Peter Ridsdale, stjórnarformaður Cardiff, telur að málið verði úr sögunni fyrir þann tíma.

„Við höfum mikla trú á því að allt það sem við skuldum skattinum verði að fullu greitt fyrir lok mánaðarins," sagði hann við enska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×