Fótbolti

Elano missir af leiknum gegn Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Elano var niðurlútur á blaðamannfundi í dag.
Elano var niðurlútur á blaðamannfundi í dag. Nordic Photos / Getty Images

Elano mun ekki spila með Brasilíu gegn Hollandi í fjórðungsúrslitum HM og gæti verið úr leik í keppninni allri.

Tilkynnt var í dag að Elano væri ekki búinn að jafna sig á ökklameiðslunum sem gerðu það að verkum að hann missti af leiknum gegn Chile í 16-liða úrslitunum.

Hann meiddist þegar að Cheik Tiote, leikmaður Fílabeinsstrandarinnar, tæklaði hann í leik liðanna á sunnudag.

Elano er 29 ára gamall og leikur með Galatasaray í Tyrklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×